8. júlí 2020

Öll 12 mánaða börn fá vistun á leikskóla

Staðan á biðlista eftir leikskólaplássi er mjög góð.

Skv. reglum Vestmannaeyjabæjar um inntöku barna á leikskóla eru börn tekin inn á leikskólana eftir aldri. Börn sem fædd eru í janúar til september 2019 og fyrr hafa fengið boð um vistun á leikskóla í haust og um áramótin verða öll börn sem fædd eru árið 2019 komin með vistun á leikskóla. Það verða því einungis börn sem fædd eru á þessu ári á biðlista eftir leikskólaplássi um næstu áramót.