12. apríl 2022

Rekstrar- og umsjónaraðili með tjaldsvæðunum í Vestmannaeyjum

Samningur er í gildi milli Vestmannaeyjabæjar og Landamerkis ehf. um að Landamerki ehf. annist rekstur og umsjón tjaldsvæða og þjónustumannvirkja þeim tengdum í Herjólfsdal og við Þórsheimilið í Vestmannaeyjum.

Um er að ræða alla almenna þjónustu á tjaldsvæðum bæjarins.

Miðað er við að tjaldsvæðin séu opin ferðafólki frá 1. maí til 30. september ár hvert.

Ekki er tekið við bókunum á tjaldsvæðið, en hægt er að hafa samband við umsjónaraðila með tölvupósti á netfangið camping.westmanislands@gmail.com og Sreten Ævar, umsjónarmann tjaldsvæða í síma 778 8708 ef einhverjar spurningar vakna.


Jafnlaunavottun Learncove