Mokum frá tunnunum til að tryggja losun
Tilkynning frá Terra
Terra vill minna íbúa og fyrirtæki á að moka frá tunnum sínum og salta þar sem við á til að auðvelda aðgengi starfsmanna og minnka líkur á slysum. Starfsfólk Terra neyðist til þess að skilja tunnur eftir ólosaðar ef ekki er hægt að komast að þeim.
Vestmannaeyjabær og Terra þakka kærlega fyrir og munu gera sitt besta til að losa allar tunnur samkvæmt áætlun en benda á að mikilvægt sé að íbúar og fyrirtæki leggi lið við snjómoksturinn.