31. október 2025

Lóðir lausar til umsóknar

Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Miðgerði 1-11 og við Helgafellsbraut 22-26

Við Miðgerði er um að ræða 2 lóðir fyrir parhús og 6 lóðir fyrir einbýlishús. Hámarks byggingarmagn fyrir tvíbýli er 180 m2 per íbúð en fyrir einbýli 280 m2. Byggingarnar geta verið 1-2 hæðir sunnan við Miðgerði en 1 hæð eða 1 hæð og kjallari norðan við veginn.

Við Helgafellsbraut er um að ræða raðhús með þremur íbúðareiningum. Gert er ráð fyrir að raðhúsin séu 1 hæð og að hámarks byggingarmagn íbúðanna sé 170 m2.

Eftirfarandi verð er sett á lóðirnar:

  • Helgafellsbraut 22-26 kr. 2.700.000
  • Miðgerði 1-3 kr. 2.000.000
  • Miðgerði 5-7 kr. 2.000.000
  • Miðgerði 2 kr. 1.600.000
  • Miðgerði 4 kr. 1.600.000
  • Miðgerði 6 kr. 1.600.000
  • Miðgerði 8 kr. 1.600.000
  • Miðgerði 9 kr. 1.600.000
  • Miðgerði 11 kr. 1.600.000

Einungis er um að ræða byggingarétt. Önnur gjöld eins og tengigjöld, gatnagerðargjöld, eftirlitsgjöld, eða annað sem almennt fellur til við úthlutun lóða og byggingarleyfis, eru ekki innifalin í tillögunum.

Lóðarverð og 50% gatnagerðagjalda greiðist innan 30 daga frá úthlutun lóða.

Lóðir og byggingareitir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinargerð deiliskipulagsins. Vakin er athygli á nýjum vinnureglum við lóðaúthlutun hjá Vestmannaeyjabæ.

Gögn með umsókn:
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum. Í reglunum eru tilgreindar kröfur til umsækjenda.

Skipulags- og byggingarskilmála má finna í viðhengi “deiliskipulagsuppdráttur” hér að neðan.
Lóðirnar eru afhentar í núverandi ásigkomulagi. Frágangur gatna mun fara fram samhliða uppbyggingu á lóðum.

Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2025.

Sækjaum lóð

Greinargerð deiliskipulags

Greinargerð deiliskipulags – skýringarmyndir

Vinnureglurvegna úthlutunar byggingarlóð


Jafnlaunavottun Learncove