Lóð til úthlutunar
Vestmannaeyjabær auglýsir til úthlutunar lóð í frístundabyggð við Ofanleitisveg 9.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2024
Umsóknir skulu sendar inn rafrænt í íbúagátt, merkt sem lóðarumsókn.
Um lóðina
Um er að ræða 2.500 m2 lóð í frístundarbyggð. Staðsetning byggingar er nokkuð sveigjanleg innan rúms byggingarreits en grunnflötur byggingar er að hámarki 80 m2. Þakhalli skal vera á bilinu 25-45° og hámarkshæð frá gólfi er 5,1 m.
Nánar má skoða lóðina á deiliskipulagsuppdrætti hér að neðan og á kortavef Vestmannaeyjabæjar. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinagerð deiliskipulagsins og vinnureglur um úthlutunbyggingarlóða hjá Vestmannaeyjabæ.
Lóðin er afhent í núverandi ásigkomulagi.