25. febrúar 2021

Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Vestmannaeyjabæjar - ÚTBOÐ

Ljósleiðaravæðing dreifbýlis Vestmannaeyjabæjar

EFLA verkfræðistofa óskar eftir tilboðum í blástur og tengingar ljósleiðararstrengja fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Verklok eru eigi síðar en 1. júní 2021.

Verkið felur í sér að blása ljósleiðarastrengi í fyrirliggjandi ljósleiðararör frá dreifistöð kerfisins inn á heimili og fyrirtæki í dreifbýli Vestmannaeyjabæjar. Einnig setja upp tengi- og inntaksbox, ganga frá inntökum, tengja í inntaksboxi húsa, tengiskápum, dreifistöðvum og á öðrum tengistöðum, setja upp skáp í dreifistöð og framkvæma mælingar á ljósleiðurum eftir blástur og tengingar.

Helstu magntölur eru:

- Blástur ljósleiðarastrengja 15 km

- Fjöldi tenginga 567 stk

- Fjöldi inntaksboxa 43 stk

- Fjöldi dreifistöðva 1 stk

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 1. mars 2021. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Kristinn Hauksson með tölvupósti, kristinn.hauksson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á Verkfræðistofuna EFLU, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík fyrir kl. 11:00 mánudaginn 15. mars 2021, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Vestmannaeyjabær