Myndlistaverk á Heimakletti
Í tengslum við Safnahelgi í Eyjum í haust - og sem einskonar lokapunktur hátíðarhalda í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá gosi - var sett upp myndlistaverk sem fólst í að sýna Heimaklett í allskonar ljósi.
Og undir hljómaði frumsamin tónlist eftir Júníus Meyvant. Ljósalistin er eftir Örn Ingólfsson. Þetta myndband sem Matthew Parsons setti saman gefur hugmynd um hvernig þetta leit út.