18. júní 2020

Laus störf hjá Þjónustuíbúðum fatlaðs fólks

Auglýst er eftir afleysingafólki hjá Þjónustuíbúðum. Starfið sem um ræðir er tímavinna - afleysingar á tilfallandi vöktum.

Hlutverk þjónustuíbúðanna er að veita íbúum stuðning og leiðsögn í öllu er varðar persónulega hagi og heimilisrekstur svo sem þrifnað, þvott, matreiðslu, innkaup og annað sem tilfellur. Einnig skal þeim vera veittur stuðningur í tómstundastarfi og fá fylgd s.s. til lækna, í klippingu o.s.frv. Stuðningur og leiðsögn starfsmanna skal ávallt vera með þeim hætti að hann efli sjálfstæði og færni íbúa. Um er að ræða dag-, kvöld-, nætur- og helgarvaktir.

Helstu verkefni:

Almenn umönnun og stuðningur við skjólstæðinga í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis. Almenn heimilisstörf. Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Hæfniskröfur:

  • Starfsmenn þurfa að hafa náð 18 ára aldri
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
  • Kostur er að hafa reynslu og áhuga á að vinna með fötluðu fólki
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund
  • Frumkvæði og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Ráðhúss og ber að skila umsóknum þangað. Umsóknir skulu merktar „Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - afleysingar“. Öllum umsóknum verður svarað. Með starfsumsókn skal skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Sigurjónsdóttir, forstöðukona Þjónustuíbúða, í síma 690-3497 eða á netfanginu ingibjorg@vestmannaeyjar.is.

Vestmannaeyjabær hvetur jafnt karla sem konur til að sækja um starfið.