3. júní 2024

Lagning ljósleiðara - svæði 3

Eins og glöggir íbúar hafa tekið eftir þá hafa starfsmenn Línuborunar hafið jarðframkvæmdir á þriðja og seinasta áfanganum. 

Við biðjum íbúa á því svæði að fara yfir áætlaða leið og hafa samband við okkur á ljosleidari@vestmannaeyjar.is ef áætluð leið hentar illa.

Umferð á meðan framkvæmdum stendur

Starfsmenn Línuborunar notast við götufræsara sem fræsir 10-15cm rauf í götur og jarðveg og leggja síðan blástursrör þar ofan í. Með þessari aðferð er hægt að leggja ljósleiðara án þess að loka götum. Bílar geta auðveldlega keyrt yfir raufina. Fólk á hjólum þarf hins vegar að gæta varúðar í kringum framkvæmdirnar þar sem framhjólin eiga það til að snúast þegar þau hitta á raufina og hjólreiðamaður gæti hæglega skollið fram fyrir sig. Þetta á við um öll hjól, þ.m.t. reiðhjól, hlaupahjól og vélhjól. Einnig er hætta á að rigning geti skolað jarvegi úr uppfylltum raufum og við það myndast brún sem getur verið óþægilegt að hjóla á. Línuborun mun leggja alla áherslu á að framkvæmdin muni hafa eins lítil áhrif og möguleiki er á. Raufum verður lokað svo fljótt sem auðið er svo allt jarðrask verði íbúum til minnstu trafala.

Sjá áætlaða leið hér að neðan: 

3042-015-TEI-231_Svaedismynd-1-Afangi-3

3042-015-TEI-232_Svaedismynd-2-Afangi-3

3042-015-TEI-233_Svaedismynd-3-Afangi-3


Jafnlaunavottun Learncove