Kveikjum neistann verkefnið heldur áfram að þróast
Núna eru þrír árgangar af fjórum komnir í verkefnið sem hefur leitt af sér ýmsar spennandi áskoranir.
Ástríðutímar eru stór þáttur í verkefninu sem ganga út að nemendur fái að velja og markmiðið að aðstoða þau við að finna sína ástríðu.
Ástríðutímar hafa verið síðan Kveikjum neistann hófst en í ár var gerð breyting á þessum tímum hjá 2. og 3. bekk. Þeir voru í höndum verkgreinakennara en núna eru umsjónarkennarar sjálfir með tímana. Áskorun umsjónarkennara var að skapa, þróa og búa til tíma sem börnin hafa ástríðu fyrir, því var farin sú leið að fá hugmyndir frá nemendum. Þarna fengu nemendur enn eitt tækifærið til að hafa áhrif á skólann og námið.
Við erum búin að vera heppinn með samfélagið okkar sem vill að verkefnið þroskist og stækki og því er frábært að getað boðið nemendum upp á Golf í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja. Kennarar að sjálfsögðu tóku vel í hugmyndir nemenda og gátu sett saman val fyrir nemendur sem miðast við tíðarfar hverju sinni.
Ástríðutímarnir hafa reynst gríðarlega vel og höfum við í GRV sett þá einnig á miðstigið sem hefur aukið val og ánægju nemenda.