Kveðja til Grindvíkinga
Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Grindvíkingum eftirfarandi kveðju núna í dag:
Bæjarstjórn Grindavíkur
c/o Ásrún Helga Kristinsdóttir
forseti bæjarstjórnar
Kæru Grindvíkingar!
Fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja sendi ég ykkur okkar hlýjustu stuðningskveðjur í þeim erfiðleikum sem þið gangið nú í gegnum. Þið getið reitt ykkur á að við Eyjamenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir með ykkur og aðstoða ef á þarf að halda. Það hefur líka verið ánægjulegt að sjá hversu margir Vestmannaeyingar hafa nú þegar upp á eigin spýtur boðið fram húsaskjól og aðra aðstoð; örugglega minnugir þess hversu vasklega Grindvíkingar gengu fram í aðstoð við okkur í eldgosinu á Heimaey fyrir 50 árum. Það gleymist aldrei.
Með einlægri von um að betur fari en á horfist,
Páll Magnússon,
forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja