10. október 2024

Kirkjugerði 50 ára

Samfélagið stóð heldur betur með Vestmannaeyingum í kjölfar eldgossins á Heimaey árið 1973. 

Við erum minnt á þann samtakamátt í dag þar sem Kirkjugerði okkar var upphaflega reist árið 1974 fyrir rausnarlega gjöf frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Þaðan er einnig nafnið runnið – Kirkjugerði.

Byggingin var aðeins 5 mánuði í smíðum og vígt 10. október 1974, það var ekkert drollað á þeim tíma þegar þurfti að byggja upp!

Sem betur fer var snemma þröngt um starfsemina, börnum fjölgaði en upphaflega voru aðeins 2 deildir í húsinu en eru orðnar 5 núna og með viðbótinni samtals 6 deildir og áætlanir um 7 deildina.

Frá upphafi hefur metnaður og alúð einkennt starfsemina, hér er grunnurinn lagður og börnin sem koma hingað taka hér fyrstu skrefin sín bæði bókstaflega og í þekkingu á samfélaginu sínu. í síðasta mánuði var umfjöllun um þróunarverkefni á Íslandi sem heitir ferðalag um íslenskt skólakerfi. Það voru rúmlega 70 verkefni tilnefnd og að mati dómnefndar var þróunarverkefni Kirkjugerðis um floorbooks í topp 20. Sem undirstrikar gæði og metnað skólans.

Eitt af sérkennum Kirkjugerðis er nálægðin við Hraunbúðir og Bjargið dagdvölina og það er einstaklega ánægjulegt hversu vel stjórnendur og starfsfólk skólans hafa nýtt sér þá auðlind með reglulegum heimsóknum leikskólabarnanna.

Til hamingju með daginn starfsfólk og nemendur á Kirkjugerði og við Vestmannaeyingar allir með þennan frábæra skóla.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

  • Kirkjugerdi-II
  • Kirkjugrdi-VI
  • Kirkjugerdi-I
  • Kirkjugerdi-V
  • Kirkjuverdi-III
  • Kirkjugerdi-IIII


Jafnlaunavottun Learncove