20. september 2023

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi

Haustið 2023 verður innleitt nýtt flokkunarkerfi í Vestmannaeyjum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili.

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast haustið 2023 í Vestmannaeyjum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Flokkunum fylgja samræmdar merkingar FENÚR sem munu gilda fyrir alla flokkun á Íslandi, allar tunnur fá því nýjar límmiðamerkingar. Um er að ræða stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkað verður í eftirfarandi flokka:

  • Matarleifar
  • Pappír og pappi
  • Plastumbúðir
  • Blandaður úrgangur

Nýja flokkunarkerfið er fjögurra flokka kerfi. Hlutverk endurvinnslu tunnunnar breytist og í hana fer aðeins pappír og pappi. Íbúar fá því nýja tunnu, merkta fyrir plast. Með því að flokka pappa og plast í sitt hvora tunnuna, næst betri flokkun en með einni tunnu þar sem flokkarnir blandast saman.