10. ágúst 2022

Íbúð aldraðra í Kleifarhrauni

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknar íbúð eldri borgara í Kleifarhrauni 1. Íbúðin er 71,3 fm. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Umsóknarfrestur er til 5. september nk.

Sótt er um í gegnum íbúagátt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu Fjölskyldu og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23 (gamla Íslandsbanka) og skal þá fylgigögnum einnig skilað þangað.

Nauðsynlegt er að staðfesta eldri umsóknir. Frekari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488 2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í þjónustuveri Fjölskyldu- og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23.