13. júlí 2020

Hreystivöllur við Brimhólalaut

Áætlað er að hefja framkvæmdir við nýjan hreystivöll á næstu dögum. 

Völlurinn verður staðsettur við Brimhólalaut sem er við Íþróttamiðstöðina. Völlurinn verður stallaður svo hægt verður að nýta upphækkunina í æfingar, undirlagið á vellinum verður gervigras og á vellinum verða tæki sem henta öllum sem eru hærri en 140 cm, óháð líkamlegu ástandi og getu. Með tækjunum er hægt að þjálfa styrk, þol, jafnvægi og liðleika.

Þegar uppsetningu hreystivallar lýkur verður farið í framkvæmdir á skólalóðinni við Hamarskóla.