18. júní 2020

Heimsókn sendiherra Kanada og ræðismanns Færeyja

Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi og Petur Petersen, ræðismaður Færeyja á Íslandi, áttu í dag fund með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Angantý Einarssyni, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. 

Til umræðu voru samskipti Vestmannaeyja við löndin tvö, vinabæjartengslin við Gøtu, aukin samvinna í tengslum við viðskipti, rannasóknir, ferðamennsku og menningu. Sendiherrarnir munu verja deginum í Vestmannaeyjum.