Heimsókn frá Bandaríska sendiherranum
Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom í heimsókn til Eyja ásamt eiginmanni sínum í síðustu viku.
Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók á móti þeim. Fengu þau að sjá endurbæturnar á Ráðhúsinu áður en farið var í heimsókn í Sealife. Mikil upplifun var að sjá mjaldrana og lundapysjurnar sem þar eru.
Eftir heimsóknina í Sealife slepptu sendiherrahjónin lundapysjum og fýlsunga sem vakti mikla hrifningu þeirra. Þaðan var farið í Eldheima þar sem þau fengu að kynnast sögu okkar Vestmannaeyinga um gosið og þær breytingar sem urðu á eyjunni í kjölfarið.