3. september 2024

Heimsókn frá Bandaríska sendiherranum

Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom í heimsókn til Eyja ásamt eiginmanni sínum í síðustu viku.

Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók á móti þeim. Fengu þau að sjá endurbæturnar á Ráðhúsinu áður en farið var í heimsókn í Sealife. Mikil upplifun var að sjá mjaldrana og lundapysjurnar sem þar eru.

Eftir heimsóknina í Sealife slepptu sendiherrahjónin lundapysjum og fýlsunga sem vakti mikla hrifningu þeirra. Þaðan var farið í Eldheima þar sem þau fengu að kynnast sögu okkar Vestmannaeyinga um gosið og þær breytingar sem urðu á eyjunni í kjölfarið. 

  • 457535014_440094752389578_4297874258877368590_n
  • 456904370_1159227951818617_7681965264332793428_n
  • 457386774_1608325313359906_10456168471811319_n
  • 457619530_762948835870585_6776454639929942701_n
  • 457388087_1052492496261634_2537634092866736863_n
  • 457242649_999586758591230_1911976658683566988_n
  • 457528423_1237199244361272_6992699568128327683_n
  • 457580946_1734926093912722_3203908104383980386_n
  • 457396701_2140935376279236_7244475448671401892_n
  • 457224945_876373047253108_797658063405677154_n

Jafnlaunavottun Learncove