29. júlí 2024

Hamarsskóli óskar eftir starfsfólki

Eftirfarandi stöður eru lausar í Hamarsskóla næsta skólaár  

· Skólaliði í Hamarsskóla til afleysinga skólaárið 2024-2025.

Starfshlutfall er 70%-90%, vinnutími er frá: 07:45.

Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.

Helstu verkefni skólaliða:

  • Skólaliði aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans
  • Hefur umsjón með nemendum í frímínútum úti og inni, og á göngum, aðstoðar nemendur í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum, reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar.
  • Sinnir gangavörslu á morgnana fram að kennslu.
  • Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu
  • Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum.
  • Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri samkvæmt vinnuskipulagi skólans.

 

Áhugi og reynsla á að vinna með börnum og reynsla við ræstingarstörf er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Möller húsvörður Hamarsskóla gurra@grv.is

· Víkin 5 ára deild í Hamarsskóla óskar eftir að ráða til starfa

Auglýst eru tvö störf leikskólakennara í Víkina 5 ára deild í Hamarsskóla. Um er að ræða annars vegar fullt starf og hins vegar starf í tilfallandi afleysingum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ/Drífanda eða Stavey.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Leyfisbréf til kennslu.

· Leikskólakennaramenntun æskileg.

· Reynsla af vinnu með börnum æskileg.

· Áhugi á vinnu með börnum nauðsynleg.

  • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
  • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
  • Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu.

Meginverkefni:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Þeir sem ráðnir eru á leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá ríkissaksóknara.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf/prófskírteini auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.

ATH. Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrúna S. Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í Víkinni-5 ára deild gudrun@grv.is

 ____________________________________________________________________________

Starfsfólk óskast í Frístund Hamarsskóla.

Frístundaverið óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda fyrir veturinn 2024-2025.

Um er að ræða tvær til þrjár stöður frístundaleiðbeinanda.

Frístundarverið er staðsett í Hamarsskóla og er starfrækt eftir hádegi alla virka skóladaga frá því að skóla lýkur og til 16:30. Einnig er opið á Frístund flesta daga þegar skólinn er lokaður frá 07:45-16:30. Starfsmenn koma til með að vinna í Sumarfjörinu á sumrin.

Frístundaleiðbeinandi

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í 37,5 – 50% stöðu. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Frá 13:00-16:00/16:30. Á sumrin vinnur starfsmaður í Sumarfjörinu frá 09:00-16:00 á daginn og hækkar starfshlutfall eftir því.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Helstu verkefni

  • Vinna með börnum 
  • Almenn umönnun barna
  • Fylgd á íþróttaæfingar
  • Hjálpar til að móta og framvæma dagskrá
  • Aðstoð við síðdegishressingu
  • Vinna með börnum - endurtekning

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda. 

Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda. endurtekning

Nánari upplýsingar um starfið má nálgast hjá Sigurleifu Kristmannsdóttur núverandi umsjónarkona Frístundavers sigurleif@grv.is

Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ferilskrá og rökstuðningur af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu.

Umsóknarfrestur fyrir öll störfin er til 11. ágúst nk. og starfsmenn þurfa að geta hafið störf ekki seinna en 15. ágúst.

Umsókn sendist merkt viðkomandi starfi sem sótt er um. Umsóknir skulu almennt berast með með tölvupósti á skólastjóra Hamarsskóla. annaros@grv.is.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.


Jafnlaunavottun Learncove