3. maí 2021

Guðný Charlotta valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2021

Tilkynnt var á laugardaginn að Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikari verði bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2021.

Athöfnin var óvanaleg, því í ljósi aðstæðna var henni streymt frá Eldheimum.

Guðný er yngsti bæjarlistamaður Vestmanneyja í sögu verðlaunanna. Hún er mjög fjölhæfur listamaður, sem gaman verður að fylgjast með.

Pósti þessum fylgir wetransfer linkur, sem sýnir Guðný að flytja “Undir stóra steini” hið undur fagra lag Jóns Múla.

https://youtu.be/FnahuCmEvxM