10. júní 2020

Götulokanir

Vegna undirbúnings fyrir malbikunarframkvæmdir verður eitthvað um götulokanir næstu daga. Mest verður þetta á Heimagötu og Helgafellsbraut.

Eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða lokanir.

Einnig er vert að minna á að nú er mikið í gangi í umhverfisverkefnum og starfsfólk Vestmannaeyjabæjar og verktaka eru að vinna utandyra í ýmsum fegrunarverkefnum. Reynt er eftir fremsta megni að raska umferðar sem minnst en stundum verður ekki hjá því komist að loka götum eða akgreinum. Hvetjum við vegfarendur og ökumenn til að fara sérstaklega varlega í námunda við vinnusvæði.

Umhverfis- og framkvæmdasvið