29. júní 2021

Goslokanefnd hefur gert breytingar á dagskrá Goslokahátíðar

Það gleður okkur að tilkynna að hljómsveitin Brimnes mun leika fyrir dansi á Skipasandi laugardagkvöldið 3. júlí.

 

Jafnfram mun kvöldskemmtunin sem til stóð að halda á Stakkó færast á Skipasand og hefjast kl. 22:00 í stað 20:30 eins og áður var auglýst.

Sönghópurinn Tónafljóð færist af kvöldskemmtuninni yfir á Landsbankadaginn í Bárugötu. Goslokanefnd þakkar öllum þeim sem gerðu þessa breytingu að veruleika fyrir sinn þátt en þetta eru: Vinnslustöðin, Miðstöðin, Bergur Huginn, Lundinn, Skipalyftan, Leturstofan/Tígull, auk Vestmannaeyjabæjar.
Auk þess vill nefndin koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem koma að umgjörð hátíðarinnar og leyfisveitingum fyrir jákvæð og skjót viðbrögð. Án þeirra hefði ekki verið hægt að flytja kvöldskemmtunina og auka veg hennar.

  • Fimmtudagurinn
  • Dagskrar2021_fos_lau
  • Dagskrar2021_fos_lau2
  • Laugardagskvold
  • Baksida
  • Ball

 


Jafnlaunavottun Learncove