Goslokanefnd 2025 tekin til starfa
Undirbúningur fyrir goslokahátíð 2025 er nú hafinn, en í janúar voru 52 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey.
Goslokahátíðin verður á sínum stað dagana 2.-6. júlí þar sem lagt verður upp með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.
Goslokanefnd fyrir árið 2025 hefur nú formlega tekið til starfa og í henni sitja Erna Georgsdóttir formaður nefndarinnar, Magnús Bragason, Birgi Níelsen, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Súsanna Georgsdóttir. Með nefndinni starfar Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar.
Óskar nefndin eftir samstarfi við einstaklinga/og eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með hugmyndum, ábendingum, spurningum eða öðru viðeigandi. Hægt er að hafa samband í gengum tölvupóst goslok@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2000.