17. nóvember 2025

Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli

Sem barst á dögunum til dagdvalarinnar Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi.

Gjöfin er liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. Vinnuborðin munu bæta vinnuaðstöðu í þjónustu Bjargsins og stuðla að aukinni vellíðan og skilvirkni í verkefnum dagsins.

Fulltrúar Bjargsins þökkuðu Kiwanisklúbbnum Helgafelli fyrir stuðninginn og sögðu gjöfina koma sér afar vel, enda væri þörf fyrir uppfærslu á húsbúnaði. Slíkur stuðningur hafi mikil og jákvæð áhrif á starfsemina.

Vestmannaeyjabær þakkar Kiwanisklúbbnum innilega fyrir gjöfina. 

  • Gjof-fra-kiwanis-a-bordum
  • Kiwanis-gefur-bord-a-Bjargid

Jafnlaunavottun Learncove