8. júlí 2024

Gæsluvöllur Kirkjugerði

Gæsluvöllur verður starfræktur á Kirkjugerði 10. júlí - 14. ágúst 

Opnunartími er virka daga frá:
09:00 - 12:00
og
13:00 - 16:00
Lokað í hádeginu

Gæsluvöllurinn er ætlaður börnum á aldrinum 20 mánaða til 6 ára en þargeta þau leikið sér með börnum í öruggu umhverfi. Börnin borða nesti semþau koma með sjálf.

Verð og skráning

  • Staktt komugjald er kr. 760 og greiðsluseðill sendur í lok tímabils.
  • 5 miðar kort eru fyrirframgreidd kr. 3300
  • 10 miðar kort eru fyrirframgreidd kr. 6300
  • Einn miði gildir fyrir þrjár klukkustundir (9-12 eða 12-16)

Athugið að gæsluvöllurinn tekur takmarkaðan fjölda en foreldrar geta skráð barn fyrirfram með því að senda tölvupóst á helgasigrun@vestmannaeyjar.is. Skráning fer fram frá mánudegi til fimmtudags fyrir vikuna á eftir og þá þarf að greiða fyrirfram. Hægt er að velja stakt skipti á kr. 760, 5 miða á kr. 3300 og 10 miða á kr. 6300. Einn miði gildir fyrir hverja komu þ.e. einn miði fyrir kl. 9-12 og einn miði fyrir kl. 13-16.

Athugið að gæsluvöllurinn er lokaður 02. og 05. ágúst


Jafnlaunavottun Learncove