7. mars 2025

Fulltrúi skipulags- og byggingadeild á tæknideild

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa skipulags- og byggingadeild á tæknideild. Um er að ræða 100% starf sem unnið er á dagvinnutíma frá kl. 8 – 16 virka daga. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfið er á umhverfis- og framkvæmdasviði með aðsetur í Ráðhúsinu. Vestmannaeyjabær leggur ríka áherslu á góða og faglega þjónustu við íbúa, viðskiptavini, starfsfólk og aðra.

Helstu verkefni:

  • Aðstoð við verkefni skipulagsfulltrúa

  • Aðstoð við verkefni byggingarfulltrúa

  • Sinnir verkefnum í sorpmálum, gatnalýsingu, opnum svæðum, skipulagi á leikvöllum og skólalóðum, gangstéttum/göngustíga og umhverfismálum

  • Umsjón með landupplýsingakerfi og gagnagrunni sem inniheldur gatnakerfi, fráveitukerfi, lóðir og byggingarreiti sveitarfélagsins

  • Skýrslu- og textagerð til opinberrar birtingar

  • Afgreiðsla og upplýsingagjöf

  • Móttaka gesta, íbúa og annarra viðskiptamanna

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf er skilyrði

  • Framúrskarandi tölvukunnátta og reynsla af forritum t.d. AutoCAD og/eða Microstation er skilyrði

  • Reynsla sem nýtist í starfi, framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni

  • Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

  • Sveigjanleiki í starfi

  • Gott vald á íslensku og ensku

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá Brynjari Ólafssyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í tölvupósti: brynjar@vestmannaeyjar.is

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.

Umsækjandi þarf að hafa náð 18. ára aldri. Laun miðast við og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey. Umsókn sendist merkt viðkomandi starfi sem sótt er um.

Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á forstöðumann. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá með nöfnum tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð með rökstuðningi fyrir hæfni í starfi og ástæðu umsóknar. Slóðin á umsóknar hnappinn er hér.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til og með 10.mars 2025.


Jafnlaunavottun Learncove