29. mars 2023

Félagsstarf eldriborgara

Vestmannaeyjabær sér um félagsstarf fyrir eldri borgara að meðaltali tvisvar sinnum í mánuði og hefur verið mikið um að vera upp á síðkastið. 

Þátttaka hefur verið með ágætis móti. Það sem hefur verið að gerast er að við fengum fræðslu um netglæpi og hvernig koma megi í veg fyrir þá frá samfélagslöggunum Símoni Geir og Sóleyju. Einnig fór Ólafur Lárusson yfir hvernig nota á hjartastuðtæki við hjartastopp. Hjartastuðtæki er meðal annars staðsett í Kviku. Á einum viðburðinum var boðið upp á vöfflukaffi og spjall. Þá fengum við einnig Jarl vin okkar í heimsókn og spilaði hann og söng með okkur eins og honum einum er lagið. Sonja iðjuþjálfi kom til okkar og kynnti vinnu sína hjá Vestmannaeyjabæ og hvernig iðjuþjálfun og hjálpartæki geta nýst fólki til að það geti búið sem lengst heima og við sem best lífsgæði. Við fengum síðan boð frá Þóru Gísladóttir á Mjaldrasafnið. Það var gaman að sjá allt sem er í gangi á safninu. Það var líka gaman að sjá allt umstangið í kringum mjaldrana sem sýndu okkur marga flotta takta. Anna Hulda sjúkraþjálfari og Davíð frá Allra heilsa komu á einn viðburðinn og voru með skemmtilega kynningu á Allra heilsa sjúkraþjálfun og á vörunum sem þau eru að selja. Þau komu með ýmsar hugmyndir um það hvað fólk getur gert til að láta sér líða betur með að hjálpa sér sjálft. Næsti viðburður verður mánudaginn 3. apríl kl 14:00 í Kviku, því þá ætlum við að bjóða öllum eldri borgurum á páskabingó. 

  • Felagsstarf-Oli
  • Felagsstarf-Anna-Hulda
  • Felagsstarf-Sonja
  • Felagsstarf-Mjaldrar
  • Felagsstarf-vofflur
  • Felagsstarf-Thora
  • Felagsstarf-Simon

Jafnlaunavottun Learncove