Félagsmiðstöðin v/Strandveg auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda
Umsóknarfrestur er til og með 19. september
Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gegnum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára. Vinnutíminn er 5 - 8 tímar á viku. Stuttar vaktir seinni hluta dags, á kvöldin og takmarkað um helgar. Hentar vel fyrir fólk í skóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja starf í félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
- Vera leiðbeinandi í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og unglinga.
- Vaktaskipulag í samráði við forstöðumann.
Hæfniskröfur
- Vera orðin 18 ára.
- Hafa hreint sakavottorð.
- Vera brosmildir og jákvæðir með eindæmum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Hafa áhuga á að starfa með börnum og unglingum
- Hafa velferð og þroska barna og unglinga að leiðarljósi
- Uppeldismenntun og reynsla af störfum á vettvangi tómstunda eða æskulýðsmála er kostur.
____________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar veitir Heba Rún Þórðardóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar á netfangið: heba@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2361.
Umsókn sendist á heba@vestmannaeyjar.is eða með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Umsókn skal fylgja ferilskrá og rökstuðningur af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga, Stavey eða Drífanda stéttafélags.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Umsóknarfrestur er til 19. september 2023.