12. maí 2022

Eyja Bryngeirsdóttir valin í stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis

Vestmannaeyjabær hefur valið Eyju Bryngeirsdóttur í stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja mun hefja störf í lok júní og tekur við af Bjarneyju Magnúsdóttur. Svo skemmtilega vill til að Eyja tók við leikskólastjórastöðunni á Sólhvörfum í Kópavogi af Bjarneyju og svo nú aftur á Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.

Eyja lauk B.Ed. í leikskólakennarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 og meistaranámi í stjórnun menntastofnanna frá Háskóla Íslands árið 2018. Eyja hóf störf sem leiðbeinandi á leikskólanum Rauðagerði í Vestmannaeyjum 2003-2007, starfaði svo sem deildarstjóri á leikskólanum Kirkjugerði 2007-2014, og svo sem deildarstjóri á leikskólanum Sunnuási í Reykjavík á árunum 2014-2016. Árið 2016 hóf hún störf sem deildarstjóri á leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi, tók þá við sem aðstoðarleikskólastjóri árið 2018 sem hún sinnti til ársins 2019 þegar hún tók við sem leikskólastjóri á Sólhvörfum. Hún starfaði jafnframt sem stundakennari við Háskóla Íslands á sviði stjórnunar menntastofnanna á árunum 2019-2021.

Um leið og Vestmannaeyjabær býður Eyju velkomna og til hamingju með starfið viljum við þakka Bjarneyju innilega með hennar framlag sem leikskólastjóri Kirkjugerðis og jafnframt velfarnaðar.