30. júní 2020

Eydís og Beggi Ólafs voru með fræðslu

Fyrir sumarstarfsmenn og Vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar

Í gær og í dag var Eydís Ósk mannauðsstjóri með fræðslu fyrir allt sumarstarfs fólk og Vinnuskólakrakka Vestmannaeyjabæjar. Fór hún meðal annars yfir þau réttindi sem starfsmenn vinna sér inn á vinnumarkaðinu. Ásamt því sýndi hún þeim hvernig lesa má úr launaseðli, hvers vegna við borgum skatta, í lífeyrissjóð og stéttafélag. 

Í dag kom svo viðbót við fræðslu Eydísar Óskar og var það hann Beggi Ólafs. Hann ræddi við vinnuskólakrakkana um hvernig þau komast nær því lífi sem þau vilja lifa og að finna þann einstakling sem þau vilja vera. 

  • 79224699_2753393224882429_4663615705498119101_n
  • 106495036_261669261792818_7445141940792138071_n
  • 106575476_492809164870338_2240295684375455666_n
  • 106507718_3290691730952360_8692250766147838521_n
  • 106478337_275068650246100_6678835593721716053_n
  • 106547123_299083197903995_3542571189986897271_n
  • 106554793_274800293737426_8567983606949418404_n