16. nóvember 2020

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember ár hvert og hefur verið svo frá árinu 1996. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, ætlað að sækja Eyjar heim í tilefni dagsins en því miður varð ekkert af því vegna takmarkana í tengslum við COVID-19

Krakkarnir á Sóla æfðu þetta fallega lag sem þeir ætluðu að flytja fyrir Lilju en það bíður betri tíma. Við fáum að njóta þessa fallega flutnings með aðstoð tækninnar. Njótið vel og syngið með, textinn er hér í framhaldi.

Framtíð bjarta:

Okkar er kjarkurinn og kurteisin
frábær sál og fegurðin.
Stórkostlegir einstaklingar,
svakalegir snillingar.

Við æfum okkur allan daginn
svo okkur gangi allt í haginn.
Æfingin skapar meistarann,
ég er stolt/stoltur af öllu sem ég kann.

Þú ert þú og ég er ég
saman göngum lífsins veg.
Hjálpumst að ef bjátar á
vonum og þrám við skulum ná.

Brosandi er andinn minn
með opnum örmum gleði finn.
Hamingjusöm hjörtu
fagna framtíðinni björtu.

Sólabörn syngja