22. nóvember 2021

Covid smit á stofnunum

Vestmannaeyingar hafa ekki farið varhluta af aukningu smita í Vestmannaeyjum undanfarið. Haustið var reyndar rólegt, en nú hefur Covid smitum fjölgað. 

Í síðustu viku kom upp smit hjá barni á einum kjarna á leikskólanum Sóla. Börn og kennarar skólans fóru í sóttkví sem líkur í dag með sýnatöku. Um helgina kom upp smit hjá starfsmanni í Íþróttamiðstöðinni og verður hluti starfsfólks í sóttkví næstu daga. Reynt verður að halda starfseminni óskertri.

Á báðum stöðum hafa allar sóttvarnarráðstarinr verið gerðar og mjög gott samstarf verið við Heillsugælsuna og lögreglu í Vestmannaeyjum. Starfsfólk Sóla og íþróttamiðstöðvarinnar hefur staðið sig vel í þessum aðstæðum og langar mig að koma fram þakklæti til þeirra. Þetta minnir okkur enn og aftur á mikilvægi þess að fara varlega og gæta að eigin sóttvörnum.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri