Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð leik-, grunn- og tónlistarskóla Vestmannaeyjabæjar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Þróunarsjóð leik- grunn- og tónlistarskóla Vestmannaeyjabæjar fyrir skólaárið 2025-2026
Umsóknarfrestur til og með 17. mars 2025.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik-, grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins. Sjóðurinn styrkir verkefni til eins árs og stærri verkefni til þriggja ára og er þá sótt um eftir verkþáttum.
Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og fræðslusvið í samstarfi við skóla.
Áhersluþættir sjóðsins 2025-2026:
- skapandi nám
- nám og hreyfing
- sjálfstyrking og vellíðan nemenda
- efla ástríðu hjá nemendum
- snemmbær stuðningur
- íslenska sem annað tungumál
Sótt er um rafrænt í íbúagátt og verður umsóknum svarað fyrir 30. apríl 2025.
Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir veitir Helga Sigrún Í. Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála sími 488-2000, netfang:helgasigrun@vestmannaeyjar.is
Ýttu hér til þess að opna umsókn um styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla – rafræn umsókn í íbúagátt.