Starfið felur í sér að leiðbeina og hvetja börn og unglinga í leik og starfi með það að markmiði að þjálfa og efla félags- og samskiptafærni þeirra með tónlistarsköpun, framkomu og samvinnu. Ásamt því að vinna faglegu og innihaldsríku tómstundastarfi í Félagsmiöðstöðinni og koma að skipulagi stærri viðburða.
Vinnutími er eftir samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla á störfum á vettvangi tómstunda og æskulýðsmála er kostur.
- Hafa þekkingu á tónlistarsköpun, hljóðfærum, söng og helstu upptökuforritum.
- Áhugi og ánægja af starfi með börnum og ungmennum
- Frumkvæði í starfi, faglegur metnaður og sköpunargleði
- Viðkomandi þarf að hafa náð 19 ára aldri og hafa hreint sakavottorð
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn með rafrænum hætti í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Sá sem verður ráðin/nn í starfið verður að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála - eyrunharalds@vestmannaeyjar.is Símanúmer: 488 2000
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar næstkomandi.