Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipstjóri Lóðins ber ábyrgð á og stjórnar allri starfssemi um borð í bátum Vestmannaeyjahafnar
- Berg ábyrgð á að hafnsögubátur sé alltaf til taks
- Sér um mönnun bátsins í samstarfi við hafnarstjóra
- Annast skýrslugerð í tengslum við þá þjónustu sem veitt er
- Hefur umsjón með viðhaldi á bátum Vestmannaeyjahafnar í samstarfi við hafnarstjóra
- Fylgist með dýpi hafnar
- Sinnir hafnarvernd
- Leysir af á hafnarvog og í hafnarvörslu
- Sinnir jafnframt ýmsun verkefnum með hafnarvörðum
- Helstu verkefni sem unnin eru á Lóðsinum/hafnsögubát
- Hafnsaga, aðstoð við skip og báta
- Ýmis hafnar- og dráttarþjónusta
- Björgunarstörf innan hafnar og út á rúmsjó
- Mengunarvarnir innan hafnar og út á rúmsjó
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Skipstjórnarréttindi B (2. stig).
- Slysavarnarskóli sjómanna.
- Góð ensku kunnátta.
- Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar.
- Nákunnugur siglingaleiðum á svæðinu.
- Reynsla af hafnsögu í Vestmannaeyjahöfn er kostur.
- PFSO réttindi er kostur.
- Réttindi vigtarmanns er kostur.
- Vinnuvélaréttindi er kostur.
- Góða samskiptahæfni og þjónustulund.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileika.
- Nákvæmni í vinnubrögðum.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn með rafrænum hætti í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 891-8011 eða netfangið dora@vestmannaeyjar.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Félagi vélstjóra og máltæknimanna.
Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Vestmannaeyjahöfn hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er 28. janúar nk.