Almennt félagslegt leiguhúsnæði er ætlað þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrði og lágra launa. Með almennu félagslegu leiguhúsnæði er átt við hverja þá íbúð í eigu Vestmannaeyjabæjar sem ekki er sérstaklega skilgreind sem leiguíbúð aldraðra, þjónustuíbúð aldraðra eða húsnæði fyrir fatlað fólk.
Um almennt félagslegt leiguhúsnæði er fjallað í II. kafla reglna þessara.??? hvaða reglna?
Húsnæðisstuðningur
Starfsmenn félagsþjónustu veita einstaklingum og fjölskyldum ráðgjöf og upplýsingar um húsnæðismál og húsaleigusamninga.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning vegna greiðslu á húsaleigu, sem er umfram hefðbundnar húsnæðisbætur.
Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning á íbúagátt eða á skrifstofu félagsþjónustu Kirkjuvegi 23.
Athygli er vakin á því að umsækjendur verða að hafa sótt um húsnæðisbætur fyrst hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Aðstæður umsækjenda eru m.a metnar út frá ákveðnum tekjuviðmiðum, fjölda heimilismanna ofl.
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur ætlaðar til þess að aðstoða fólk sem leigir íbúðarhúsnæði.
Húsnæðið getur verið á almennum leigumarkaði, félagslegt leiguhúsnæði, á námsgörðum eða áfangaheimili.
Greiðslur húsnæðisbóta eru inntar af hendi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Frekari upplýsingar er að finna á island.is en þar er hægt að sækja um húsnæðisbætur og einnig er þar aðgengileg reiknivél sem umsækjendur geta nýtt sér.
Ýmsar spurningar
gdagagagadgadf
Samanlagt geta greiðslur almennra húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings að hámarki orðið 90.000 kr.