Félagsþjónusta
Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar.
Félagsþjónusta – Hlutverk og markmið
Aðstoð til að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað eðlilegu lífi.
Verkefnin eru fjölþætt og ná meðal annars til:
- Barnaverndar
- Málefna fatlaðs fólks
- Félagslegrar ráðgjafar
- Fjárhagsaðstoðar
- Forvarna
- Húsnæðismála og sérstaks húsnæðisstuðnings
- Jafnréttismála
- Málefna fólks með annað ríkisfang
Félagsþjónustan starfar í umboði fjölskyldu- og tómstundaráðs sem:
- Sinnir hlutverki barnaverndarnefndar
- Fer með verkefni íþrótta- og tómstundamála
- Fer með verkefni jafnréttisnefndar
Fjölskyldu og fræðsluvið
Kirkjuvegur 23
Sími 488-2000
Netfang félagsþjónustunnar er: felags@vestmannaeyjar.is
Netfang Barnaverndar er: barnavernd@vestmannaeyjar.is
Framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs er Jón Pétursson.