Sérstakur húsnæðisstuðningur
Með nýrri lagasetningu um húsnæðisbætur kallast nú sérstakar húsaleigubætur, sérstakur húsnæðisstuðningur. Sérstakur húsnæðisstuðningur verður áfram greiddur frá sveitarfélögum.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublað um sérstakan húsnæðisstuðning á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Vantar) inn á íbúagátt eða á skrifstofu félagsþjónustu Kirkjuvegi 23. Athygli er vakin á því að umsækjendur verða að hafa sótt um húsnæðisbætur fyrst hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sérstakar húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennar húsnæðisbætur. Aðstæður umsækjenda eru m.a metnar út frá ákveðnum tekjuviðmiðum, fjölda heimilismanna ofl.
Nánari upplýsingar gefa starfsmenn félagsþjónustu (felags@vestmannaeyjar.is) og í síma 488 2000