Fara í efni

Stuðningur við börn í skólastarfi

Hjá skólaskrifstofu er lögð áhersla á farsæld í þágu barna, snemmtækan stuðning, lausnaleit, öfluga fræðslu og námskeið bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk skóla og frístundar.

hamarsskóli börn verkefni

Skólaþjónustan veitir þjónustu í samræmi við áherslur sem fram koma í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga nr. 444 frá 26. apríl 2019.

Hlutverk sérfræðiþjónustu

  • Greina þarfir nemenda og leggja til úrræði fyrir skólastjóra og starfsfólk.
  • Fylgjast með framkvæmd úrbóta og meta árangur þeirra.
  • Nýta sérfræðikunnáttu á sviði kennslu, sálfræði og þroska í þágu nemenda.
  • Tryggja stuðning í gegnum fjölbreyttan hóp sérfræðinga, t.d. sérkennara, sálfræðinga, þroskaþjálfa og ráðgjafa.

Forvarnarstarf og ráðgjöf

  • Stuðla að snemmtækri íhlutun og forvörnum til að tryggja viðeigandi kennslu og stuðning.
  • Veita ráðgjöf og fræðslu til kennara, foreldra og skólasamfélagsins, m.a. um nám og hegðun barna og samstarf heimili og skóla.
  • Styðja foreldrafélög, foreldraráð og skólaráð.

 Sérfræðingar í þjónustu við skólasamfélagið

  • Kennarar, námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, sérkennslufulltrúar, kennsluráðgjafar, þroskaþjálfar, sálfræðingar, ráðgjafar og félagsráðgjafar.
  • Veita ráðgjöf og leiðsögn um uppeldi og nám eftir þörfum.