Fara í efni

Farsæld Barna - Samþætting

Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni.

samþætting farsæld

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

  • Ný lög tóku gildi 1. janúar 2022 um samþættingu þjónustu fyrir börn.
  • Markmið laganna er að tryggja að börn og fjölskyldur:
    • Falli ekki á milli kerfa.
    • Verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila.
    • Hafi greiðan aðgang að viðeigandi þjónustu án hindrana.
  • Vestmannaeyjabær vinnur að innleiðingu laganna og nú geta foreldrar/forráðamenn sótt um samþættingu þjónustu.
  • Fjölskyldur sem þurfa snemmtækan stuðning fá aðgang að:
    • Sérstökum tengilið eða málstjóra í nærumhverfi barnsins.
    • Málstjóri leiðir málið áfram og tryggir samfellu í þjónustu.

Tvær leiðir eru til að sækja um samþættingu þjónustu:

a) Óska eftir viðtali við tengilið sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í feril.

b) Sækja um þjónustuna á mínar síður hjá Vestmannaeyjabæ.

 

Hjá Vestmannaeyjabæ eru tengiliðir eftirfarandi:

Tengiliður – stuðningur fyrir börn og foreldra

Allir foreldrar og börn eiga að hafa aðgang að tengilið sem getur veitt stuðning og leiðbeiningar þegar þörf krefur. Tengiliðurinn er aðili sem þekkir þjónustukerfið vel og getur hjálpað fjölskyldum að finna rétta aðstoð og þjónustu.

Hlutverk tengiliðs

  • Veitir ráðgjöf og stuðning
  • Hjálpar til við að finna og nýta viðeigandi þjónustu
  • Metur hvort þörf sé á samþættingu þjónustu
  • Fylgir eftir þjónustu og getur komið upplýsingum áfram til sveitarfélags ef tilnefna þarf málstjóra
  • Tekur þátt í vinnu stuðningsteymis ef við á

Tengiliður vinnur alltaf í samráði við foreldra og barn og hefur hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þannig geta fjölskyldur leitað til eins aðila í stað þess að þurfa að fara á marga staði til að fá upplýsingar og aðstoð.

Tengiliður eftir aldri barns

Tengiliður er starfsmaður mismunandi þjónustuveitenda eftir æviskeiðum barns:

  • Á meðgöngu og ungbarnaskeiði: Ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu
  • Í leikskóla: Deildarstjóri eða sérkennslustjóri
  • Í grunnskóla: Námsráðgjafi, deildarstjóri, þroskaþjálfi eða annar starfsmaður skólans
  • Í framhaldsskóla: Námsráðgjafi innan skólans
  • Fyrir ungmenni utan skóla: Tengiliður hjá félagsþjónustu sveitarfélags

Stuðningur við tengiliði

Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) veitir tengiliðum fræðslu og ráðgjöf svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem best.

Hlutverk málstjóra í þágu farsældar barna

  • Veitir ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu sem tengist velferð barna.
  • Aðstoðar við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
  • Ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi.
  • Hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi.
  • Vinnur í samráði við foreldra og barn.

Skipan málstjóra

  • Málstjóri er tilnefndur ef:
    • Beiðni liggur fyrir frá foreldrum og/eða barni.
    • Barn þarf samþætta þjónustu á 2. eða 3. stigi.
  • Málstjórar eru að jafnaði starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga.

Stuðningsteymi

  • Í teyminu sitja fulltrúar þjónustuveitenda í máli barnsins.
  • Foreldrar og barn (eftir atvikum) eru virkir þátttakendur í teyminu.
  • Teymið:
    • Gerir skriflega stuðningsáætlun.
    • Samræmir þjónustu í þágu farsældar barns.
    • Endurmetur og endurnýjar áætlun eftir þörfum.
    • Lokar máli eða vísar aftur á 1. stig ef árangur næst.
    • Undirbýr áætlun fyrir þjónustu eftir 18 ára aldur.

Málstjórar hjá Vestmannaeyjabæ

Málstjórar eru starfsmenn Félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar
Kirkjuvegur 23, 900 Vestmannaeyjar
Sími: 488 2000
Netfang: felags@vestmannaeyjar.is