Tvær leiðir eru til að sækja um samþættingu þjónustu:
a) Óska eftir viðtali við tengilið sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í feril.
b) Sækja um þjónustuna á mínar síður hjá Vestmannaeyjabæ.
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni.

Tvær leiðir eru til að sækja um samþættingu þjónustu:
a) Óska eftir viðtali við tengilið sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í feril.
b) Sækja um þjónustuna á mínar síður hjá Vestmannaeyjabæ.
Allir foreldrar og börn eiga að hafa aðgang að tengilið sem getur veitt stuðning og leiðbeiningar þegar þörf krefur. Tengiliðurinn er aðili sem þekkir þjónustukerfið vel og getur hjálpað fjölskyldum að finna rétta aðstoð og þjónustu.
Tengiliður vinnur alltaf í samráði við foreldra og barn og hefur hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þannig geta fjölskyldur leitað til eins aðila í stað þess að þurfa að fara á marga staði til að fá upplýsingar og aðstoð.
Tengiliður er starfsmaður mismunandi þjónustuveitenda eftir æviskeiðum barns:
Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) veitir tengiliðum fræðslu og ráðgjöf svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem best.
Málstjórar eru starfsmenn Félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar.
Kirkjuvegur 23, 900 Vestmannaeyjar
Sími: 488 2000
Netfang: felags@vestmannaeyjar.is