Fara í efni
10.05.2006 Fréttir

Vortónleikar í safnaðarheimilinu.

Vortónleikar Litlu Lærisveina í Landakirkju og Stúlknakórs Landakirkju verða haldnir í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 10. maí k
Deildu

Vortónleikar Litlu Lærisveina í Landakirkju og Stúlknakórs Landakirkju verða haldnir í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 10. maí kl.18:00. Hópurinn samanstendur af um 40 börnum sem hafa verið að æfa í vetur ásamt kórstjórunum Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur og Joönnu Mariu Wlaszczyk.

Barnakórinn Litlir Lærisveinar var stofnaður í tíð séra Bjarna Karlssonar 1995. Fyrstu kórstjórarnir voru Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson. Núverandi kórstjóri, Guðrún Helga Bjarnadóttir tók við kórnum í janúar 2000 en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Stúlknakórinn var formlega stofnaður haustið 2004 af þeim Guðrúnu Helgu og Joönnu Maríu.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar