Fara í efni
31.03.2006 Fréttir

Vormenn Íslands á ferð um landið

Jóhann Friðgeir, Ólafur Kjartan, Óskar og Jónas Þórir verða í Samkomuhúsi Vestmannaeyja sunnudagskvöldið 2. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra félaga eru óperuaríur, sönglög íslensk sem erlend ásamt söngleikjatón
Deildu

Jóhann Friðgeir, Ólafur Kjartan, Óskar og Jónas Þórir verða í Samkomuhúsi Vestmannaeyja sunnudagskvöldið 2. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra félaga eru óperuaríur, sönglög íslensk sem erlend ásamt söngleikjatónlist. Þó er spurning hvað þeim tekst að halda andliti og alvarleika lengi dagskrár, enda ekki langt í grín og gaman þegar svona söngfuglar koma saman. Óhætt er að lofa afar fjölbreyttri og skemmtilegri efnisskrá. Miðaverð kr. 2000. Hvetjum fólk til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.