Fara í efni
02.05.2005 Fréttir

Vorfagnaður á Kirkjugerði.

Vekjum athygli foreldra, forráðamanna og annarra sem áhuga hafa. Söngur, glens og gaman, pylsusala ofl.Vorfagnaður leikskólans verður fimmtudaginn 5. maí (Uppstigningardag) frá kl.11:00-13:00. Hver deild mun syngja og hefst söngurinn
Deildu

Vekjum athygli foreldra, forráðamanna og annarra sem áhuga hafa. Söngur, glens og gaman, pylsusala ofl.

Vorfagnaður leikskólans verður fimmtudaginn 5. maí (Uppstigningardag) frá kl.11:00-13:00. Hver deild mun syngja og hefst söngurinn um kl. 11:30 og eftir það hefst útskrift skólahópsins.

Foreldrafélagið ætlar að selja grillaðar pylsur, muffins, kaffi og svala á góðu verði. Vetrarverkefni barnanna verða til sýnis.

Allir velkomnir, vonandi sjáum við sem flesta og eigum skemmtilegan dag saman.

Kveðja frá starfsfólki Kirkjugerðis

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.