Vekjum athygli foreldra, forráðamanna og annarra sem áhuga hafa. Söngur, glens og gaman, pylsusala ofl.
Vorfagnaður leikskólans verður fimmtudaginn 5. maí (Uppstigningardag) frá kl.11:00-13:00. Hver deild mun syngja og hefst söngurinn um kl. 11:30 og eftir það hefst útskrift skólahópsins.
Foreldrafélagið ætlar að selja grillaðar pylsur, muffins, kaffi og svala á góðu verði. Vetrarverkefni barnanna verða til sýnis.
Allir velkomnir, vonandi sjáum við sem flesta og eigum skemmtilegan dag saman.
Kveðja frá starfsfólki Kirkjugerðis
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.