Fara í efni
27.02.2007 Fréttir

Vistvernd í verki í Eyjum

Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Komið hefur í ljós að þátttakendur létta
Deildu

Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér.

Komið hefur í ljós að þátttakendur létta mjög álaginu á umhverfið og spara umtalsverðar fjárhæðir eftir að hafa tekið þátt í verkefninu

Verkefnisstjóri Landverndar Bryndís Þórisdóttir kynnti verkefnið ásamt Jónu Sveinsdóttur umhverfisfræðingi sem leiðir verkefnið áfram hér í Eyjum.

Áhugasamir aðilar um þátttöku geta haft samband við Jónu Sveinsdóttur í síma: 8621547, jonasv@tmd.is .

Öllum er frjálst að hafa samband og kynna sér málið.

Kynningarfundur var fimmtudaginn 1.mars 2007, kl: 17:10.

Tangagötu 1, fundarsal Hitaveitu Suðurnesja.

Umhverfis-og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.

Nánari upplýsingar:
http://www.landvernd.is/vistvernd