Síðasti almenni stefnumótunarfundurinn um drög að nýrri skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ var haldinn þriðjudaginn 7. febrúar í Barnaskólanum. 25 manns mættu á fundinn.
Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri kynnti drögin og þær breytingar sem gerðar voru frá fundinum sem haldinn var 24. janúar s.l. Almenn ánægja hefur verið með drögin þó að nokkrar ábendingar hafi komið fram um að varpa skýrara ljósi á ýmsa þætti og kveða fastar að í nokkrum tilvikum og var reynt var að taka tillit til allra ábendinganna sem bárust..
Nokkrir fundarmenn tóku til máls og ræddu m.a. hugmyndirnar í plagginu um stjórnun skólans, mismun á foreldrasamstarfi í grunn- og leikskólum og hvort foreldrar væru almennt tilbúnir að koma inn í svona stjórnunarvinnu. Áhersla verkefnisstjórnar á þessa þætti koma til af því að menn telja afar mikilvægt að foreldrar fái tækifæri til að hafa áhrif á það sem gerist inn í skólnum.
Verkefnisstjórn fundar í dag, fer væntanlega yfir síðustu ábendingar en þar sem engar skriflegar tillögur né ábendingar bárust af sameiginlegum fundi skólamálaráðs og menningar- og tómstudaráðs sl. mánudag né heldur frá fundinum á þriðjudag í Barnaskólanum má telja líklegt að verkefnisstjóri ljúki vinnu sinni við stefnumótunarplaggi að nýrri skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ í dag og skili verkinu síðan á næstunni af sér til bæjarstjórnar.
Alls hafa verið haldnir 12 fundir hjá verkefnisstjórn og kom fram á fundinum á þriðjudag var rúmlega 400 manns hafa komið að þessu stefnumótunarplaggi á einn eða annan hátt síðan vinnan við það og ritun þess hófst.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.