Um þessar mundir fer fram mikilvæg vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem leiðir verkefnið. Í hópnum sitja:
- Gígja Óskarsdóttir, safnstjóri Sagnheima
- Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja
- Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima
- Sigurhanna Friðþórsdóttir, verkefnisstjóri
Vinnan gengur vel og stefnt er að því að menningarstefnan verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs. Í ferlinu hafa verið tekin rýnihópaviðtöl við fjölbreytta hópa í samfélaginu til að tryggja að sem flestir hagsmunaaðilar komi að borðinu.
Til að gefa enn fleirum tækifæri til að leggja sitt af mörkum hefur verið settur upp hugmyndakassi í Safnahúsi Vestmannaeyja, þar sem tekið verður við hugmyndum og ábendingum til 31. janúar 2026. Að auki er hægt að senda ábendingar á netfangið menningarstefna@vestmannaeyjar.is.
Starfshópurinn hvetur alla sem hafa áhuga á menningu í Vestmannaeyjum til að láta rödd sína heyrast. Þátttaka samfélagsins skiptir sköpum fyrir að útkoman verði sem allra best.
