Störfin eru fyrir ungmenni fædd 2000 og fyrr. Sumarstörf hjá Vestmannaeyja felast aðallega í störfum í Vinnuflokki Vestmannaeyjabæjar, en einnig í flokkstjórastöðum við vinnuskóla, starfi á gæsluvelli, aðstoð við fatlaða og önnur þau störf sem til kunna að falla hjá Vestmannaeyjabæ.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Ráðningartími er frá seinnipart maí til 20.ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Sumarstarfsfólk þarf að vinna á Goslokahátíð og Þjóðhátíð eins og aðrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eftir fyrirmælum yfirmanns.
Athugið að þeir sem lögheimili eiga í Vestmannaeyjum hafa forgang í sumarvinnu hjá Vestmannaeyjabæ. Hægt er að sækja um störfin rafrænt á www.vestmannaeyjar.is.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.