Fara í efni
20.09.2019 Fréttir

Viljayfirlýsing mili Vestmannaeyjabæjar og Fiskeldis Vestmannaeyja

Íris Róbersdóttir bæjarstjóri og Hallgrímur Steinsson, f.h. Fiskeldis Vestmannaeyja, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu milli Vestmannabæjar og fyrirtækisins um samvinnu, velvilja og áhuga á að setja á fót fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Þáttur Vestmannaeyjabæjar er fyrst og fremst bundinn við ráðgjöf og breytingar á deiliskipulagi, hugsanlega nýtingu varma frá fyrirhugaðri sorporkustöð og innviðauppbygingu í tengslum við framkvæmdina. Þáttur Fiskeldis Vestmannaeyja er bundinn við áætlanir varðandi staðsetningu, stærð, umhverfisáhrif, umfang viðskipta, fjölda starfa, fá fjárfesta og aðra samstarfsaaðila. Sérstökum sjónum er beint að umhverfis- og orkumálum.

Bæjaryfirvöld fagna þessu frumkvæði Fiskeldis Vestmannaeyja. Það er ánægjulegt að fyrirtæki komi auga á sóknarfæri í Vestmannaeyjum og stuðli þannig að aukinni fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa, en jafnframt að verndun og viðringu við umhverfið.

Deildu