Fara í efni
08.11.2005 Fréttir

Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrir skólabörn

Vilborg kemur hingað á vegum Nótt safnanna og mun lesa fyrir almenning á laugardag. Hún ætlar að vera svo elskulega að heimsækja leik- og grunnskólana og koma hingað á föstudag. Mun verða í grunnskólunum fyrir hádegi og eftir háde
Deildu

Vilborg kemur hingað á vegum Nótt safnanna og mun lesa fyrir almenning á laugardag. Hún ætlar að vera svo elskulega að heimsækja leik- og grunnskólana og koma hingað á föstudag. Mun verða í grunnskólunum fyrir hádegi og eftir hádegi í leikskólunum. Eins og menn eflaust vita er Vilborg kennaramenntuð og starfaði í Austubæjarskóla í áraraðir. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Hún fór í leiklistarnám til Lárusar Pálssonar árið 1951 og var síðan í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist frá 1952-1953. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari um árabil en hefur nú hætt kennslu. Eftir hana liggur fjöldi rita fyrir börn, bæði barnabækur, sagnabækur og námsefni, auk ljóðabóka.

Vilborg hefur verið mikilvirkur þýðandi og starfað ötullega að málefnum barna. Hún var frumkvöðull að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambandis Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970.

Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Vilborg var gift Þorgeiri Þorgeirsyni sem nú er látinn. Hún á tvo uppkomna syni. Hún býr í Reykjavík.

Vilborg er með heimasíðu sem hægt er að nálgast hér

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.