Fara í efni
01.02.2021 Fréttir

Vika stærðfræðinar í Grunnskóla Vestmannaeyja

Deildu

Í þessa viku verður lögð áhersla á stærðfræði hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar fagnar GRV degi stærðfræðinnar sem hefur verið fyrsta föstudag í febrúar undanfarin ár en er núna 14. mars. En vegna þess að dagurinn kemur uppá á sunnudegi ætlar GRV við að halda sig við föstudaginn 5. febrúar. Í raun er öll vikan undirlögð skemmtilegum stærðfræði verkefnum með LEGO þema.

Nemendur munu fara í margskonar QR kóða verkefni, 2 lego þrautir verða lagðar fyrir og allir fara í ratleik í gegnum Vileon appið þar sem íþróttafólk úr meistaraflokkum ÍBV í handbolta og fótbolta spyr nemendur spurninga.

Í dag fá nemendur svo fyrstu þrautina af tveimur sem þeir geta tekið þátt í og biður GRV foreldrana að hjálpa þeim við þessa þraut. Ný þraut kemur svo á miðvikudaginn. Nemendur skila svörum til ritara í sínum skóla. 

Óskar Jósúason, aðstoðarskólastjóri.