Liður í því er að nemendur velji sér lífsgildi. Þann 10. mars sl. var haldið nemendaþing þar sem nemendur settust saman og völdu þessi gildi. Lífsgildi eru ekki reglur heldur sameiginleg sannfæring okkar um það sem skiptir máli í skólanum. Í Uppeldi til ábyrgðar er lykilatriði að gildin sem valin eru komi frá nemendum sjálfum. Því voru sendir fulltrúar frá öllum bekkjum á þingið, alls tæplega 30 nemendur á aldrinum 6 til 16 ára. Hver bekkur hafði valið þrjú gildi sem hann sendi fulltrúann sinn með á þingið. Gildin GLEÐI, ÖRYGGI og VINÁTTA urðu fyrir valinu eftir miklar og góðar umræður. Nemendur voru sammála um að þar sem þú ert öruggur ertu ekki lagður í einelti, þar sem gleði ríkir er líka hamingja og að vinátta og hjálpsemi haldist í hendur. Ætla má að allir þingfulltrúar hafi farið sáttir af vettvangi. Í vetur höfum við einnig verið að vinna með krossglímur en úr þessum þremur orðum er hægt að búa til skammstöfun skólans GRV.
Vígsla lífsgildanna fór svo fram mánudaginn 9. maí. Gengið var frá Hamarsskóla eftir Kirkjuvegi til móts við Hólagötu. Þar mættust hóparnir því frá Barnaskóla var gengið eftir Bessastíg og upp Hólagötu. 10. bekkur leiddi gönguna áfram austur Kirkjuveg að túninu fyrir neðan Framhaldsskólann. Þar voru einkennisstafir Grunnskóla Vestmannaeyja myndaðir. Stafurinn G var myndaður af nemendum í 10. og 9. bekk, stafurinn R var myndaður af nemendum í 8. og 7. bekk, V var myndað af nemendum úr 6. og 5. bekk og svo var myndaður bogi fyrir ofan stafina af nemendum í 1. - 4. bekk og börnunum af Víkinni.